
17 mar Sunna Lind Sigurjónsdóttir
Sælir kæru samnemendur, Sunna Lind Sigurjónsdóttir heiti ég og er 17. ára sveitapía undan Fjöllunum. Ég býð mig fram í embætti sem formaður skemmtinefndar á komandi skólaári 2020/2021. Það sem ég tel að muni nýtast mér vel í þessu starfi er að ég er skipulögð og metnaðarfull fyrir þessu gríðarlega spennandi starfi að gera skólaár og félagslíf ykkar minnisstætt. Það sem ég vil koma á framfæri sem ykkar skemmtó-formaður er:
– Fleiri böll! (2 eru alltooof fá).
– Skemmtanir betur staðsettar og auglýstar.
– Fjölbreyttari tónlist á böllunum.
– Kvöldvökur fyrir alla nemendur FSu!
– Geggjaða kátu- og góðgerðardaga!
– Betra skipulag.
– Miklu meira félagslíf utan skóla!!
– ÞIÐ fáið að hafa áhrif á félagslífið hér í skólanum með ykkar skoðunum!
ÞÚ hefur áhrif með þínu atkvæði – svo kjóstu rétt!
P:S hvernig myndi hljóma… geggjað ball á fimmtudegi með stuðlabandinu í hvíta og frí í fyrsta tíma á föstudegi…?
X-Sunna.