Íris Gunnarsdóttir
6279
post-template-default,single,single-post,postid-6279,single-format-standard,theme-bridge,bridge-core-1.0.6,woocommerce-no-js,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,qode-content-sidebar-responsive,columns-4,qode-theme-ver-18.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Íris Gunnarsdóttir

Íris Gunnarsdóttir

Íris Gunnarsdóttir heiti ég og er 17 ára stelpa frá Selfossi. 

Ég er að bjóða mig fram í embætti Varaformanns í nemendaráði 2020/2021.

Ég er mjög dugleg, metnaðarfull, skynsöm, með sterkar skoðanir og drulluklár. 

Ég er með margar hugmyndir hvernig við í nemendaráðinu getum bætt félagslíf skólans og gert næsta skólaár betra en nokkurn tímann fyrr!

Söngkeppni Fsu hefur aldrei verið jafn flott, en aldrei verið jafn dýr og í fyrra (Gústi með skitu) en, þegar ég verð orðin varaformaður mun ég gera söngkeppnina flottari, ódýrari og skemmtilegri með balli eftirá!!!

3 böll er alltof lítið! Ég vil og mun hafa fleirri böll. 

Kvöldvökur, útileigur, skíðaferðir, paintball ferðir, lazertag ferðir og river rafting þegar það fer að vora. Þetta eru allt hlutir sem ég mun koma í verk fyrir næsta skólaár.

Ég mun efla félagslífið í skólanum þannig að allir nemendur skólans muni finna eitthvað sér við hæfi.

Mjólkurklúbburinn verður endurvakinn (spurjið eldri systkyni)

Ég mun í samstarfi við samskiptafulltrúa og markaðs/kynningarfulltrúa virkja félagsskírteina kortið, þannig að allir nemendur skólans muni vera upplýstari um fríðindi sín í samfélaginu,

Allir nemendur munu fá í hendurnar aflsáttarkort svo þeir þurfi ekki að logga sig inná Innu í hvert skipti sem þið farið á Vefjuna (sem er mjög böggandi). 

Það er eitt að segja, annað að gera.

Ég mun framkvæma allt hér ofangreint, því get ég lofað.

Ég mun láta hendur standa fram úr ermum til að gera næsta skólaár hið skemmtilegasta sem þið munuð muna eftir!

Setjið X við Íris Gunnars ef þið viljið bjarta framtíð innan veggja FSU.

Make FSu great again

X – ÍRIS GUNNARSDÓTTIR Í VARAFORMANN