Íris Arna Elvarsdóttir
6317
post-template-default,single,single-post,postid-6317,single-format-standard,theme-bridge,bridge-core-1.0.6,woocommerce-no-js,ajax_fade,page_not_loaded,,qode_grid_1300,qode-content-sidebar-responsive,columns-4,qode-theme-ver-18.2,qode-theme-bridge,wpb-js-composer js-comp-ver-6.0.5,vc_responsive

Íris Arna Elvarsdóttir

Íris Arna Elvarsdóttir

Íris Arna heiti ég og er 18 ára stúlka frá Selfossi.

Ég er að bjóða mig fram í Markaðs/og kynningarfulltrúa fyrir skólaárið 2020-2021.

Ég hef reynslu úr nemendaráðinu þar sem ég var í íþróttaráði og skemmtinefnd og hjálpaði til að setja upp Flóafár og Káta daga, svo ég veit alveg hvað ég er að fara útí.

Ég er rosalega skemmtileg og metnaðarfull og ég ætla að gera næsta skólaár hið skemmtilegasta sem þið munuð muna eftir!

Veist þú hvað þú ert með mikinn afslátt á Pulló? 20% í hádeginu.

En Huppu, Dominos, Subway, Skalla, KFC og nýju ljósabekkjarstofunni? Þú ert nefnilega með 10% þar, það vita ekki margir.

Hverjir myndu ekki elska að fá afslátt í Almars Bakarí eða snyrtistofu Mettu?

Þegar ég verð orðinn markaðs/ og kynningarfulltrúi muntu vita allt um alla afslætti og fríðindi sem eru í boði fyrir nemendur Fsu.

Mín stefnumál eru eftirfarandi:

– Ég ætla að virkja nemendakortið/félagsskírteinið í skólanum svo allir viti hvaða fríðindi þau hafa.

– Ég vil fjölga böllum með einum og öðrum hætti, hafa þau stærri og skemmtilegri en nokkru sinni fyrr.

– Ég ætla að virkja Instagrammið hjá Nemó, nemó er búið að pósta 10 myndum á síðustu 9 mánuðum, sem er skita.

– Ég ætla að sjá til þess að auglýsingar séu skilvirkar og tímanlega skipulagðar fyrir viðburði skólans.

– Fá fleiri uppákomur á skólatíma.

– RAVE LOKABALL Á HVÍTA

Ég ætla ekki að lofa of miklu, heldur ætla ég að láta hendur standa fram úr ermum og láta þessa hluti verða að veruleika!

X – ÍRIS ARNA Í MARKAÐS/KYNNINGARFULLTRÚA