
17 mar Guðný Von Jóhannesdóttir
Hey gæs, ég, Guðný Von 17 ára sjomla, býð mig fram sem Formann Rit- og málfundarfélagsins.
Nú klóra sér örugglega margir í kollinum og spurja sig „Bíddu, hvað gerir formaður Rit- og málfundarfélagsins eiginlega?“ Nú, hann einfaldlega sér um GETTU BETUR og MORFÍS og eins og þið öll ættuð að vita þá hef ég kept bæði í Gettu Betur og MORFÍS. Ásamt því að vera vel inni í heimum Gettu Betur og MORFÍS þá langar mig mjög mikið að endurvekja skólablaðið Notabene og þar með vonandi hressa aðeins upp á félagslíf skólans. Viðtöl, myndir úr félagslífinu og smá saklaust slúður .
Ég ætla mér að sinna ÖLLUM þeim störfum sem fylgja embættinu og gera þau eins vel og ég get. Markmið mitt er einnig að koma á stofn ritnefnd og nýta rithæfileika nemenda skólans til fulls.
Mín stefnumál eru eftirfarandi:
-Gera nemendum kleift að fylgjast með öllu sem er að gerast í tengslum Gettu Betur og MORFÍS
– Endurvekja Notabene, skólablaðið sem er búið að vera dautt í minnst fimm ár
– Koma á stofn ritnefnd, leyfa rithæfileikum allra nemenda sem vilja að skína
– Skrifa pistla í Dagskrána
– Styrkja félagslífið
– Gera skólaárið 2020/2021 BESTA EVER
Ég treysti því að þið MEISTARAR veljið rétt
X-Guðný í Formann Rit- og málfundarfélagsins